Land undir fót / Covering the distance

Artist: Ósk Vilhjálmsdóttir


Publication: ´uns plural for one
Graphic design: Anna A. Smáradóttir and Ósk Vilhjálmsdóttir
Cover: Harri
Printing: Litróf

Í bókinni er texti eftir Ósk ásamt um 111 stillum úr vídeó upptökum sem hún tók við Hálslón við Kárahnjúka. Bókin var unnin samtímis með innsetningu Óskar Vilhjálmsdóttur í Listasafni Reykjavíkur sem partur af Listahátíð í Reykjavík 2018.

Það er augljóst hvar hjartað slær... Ósk hefur endurtekið í myndlist sinni skírskotað til heimsmyndar sem tengist náttúrunni ..og hún er ákafur náttúruverndarsinni. Hér í bókinni "Land undir fót" er sjónum beint að landinu þar sem manngerð röskun hefur átt sér stað. Landið birtist sem lifandi líkami, undurfagur í allri sinni viðkvæmni. Vatninu slær óvægið við land og við sjáum merki þess hvernig náttúran ummyndar sig og þróar í breyttum aðstæðum.
Ferðalag Óskar í kringum Hálslón Kárahnjúka er hér greint með myndbandsstillum í tímaröð og liggur á mörkum þess að vera listræn sýn og heimildarverk um mjög svo umdeilt svæði.

Takk fyrir samvinnu
´uns

 

 

 

Texti eftir listamanninn Ósk Vilhjálmsdóttur

 

Land undir fót er sprottið af umbreytingu á landi kenndu við Kárahnjúka, norðan Vatnajökuls. Liðin eru tólf ár síðan umbreytingin átti sér stað og hún er enn að verki. Stíflunni var lokað seinnipart árs 2006 og vatni hleypt yfir landið.  Árin 2003–2006 kynntist ég svæðinu náið þegar við Ásta Arnardóttir buðum upp á þriggja til sjö daga göngur um þetta stóra en lítt þekkta landsvæði. Við leiddum um 1000 manns um landið sem nú er horfið undir Hálslón.  Ég hélt í leiðangur áratug síðar. Fátt minnti þá á landið sem var. Dalirnir sokknir undir þykkan jökulaur og risavaxið lón, fínlegt og margslungið landslag horfið. Ég var komin á víð feðmt iðnaðarsvæði. Ég gekk, stikaði, hljóp í kringum lónið frá upphafi við jökulsporðinn, yfir stóru stíflurnar þrjár, alla leið að óvæðu jökulfljóti við jökulinn hinum megin. Á líkamanum myndavélar sem námu og skrásettu það sem fyrir bar.

Covering the Distance grew out of the transformation of the land around the Kárahnjúkar dam, north of the“glacier of the waters,” Vatnajökull. In late 2006 the dam was completed and those waters unleashed across the land. Twelve years have passed since then and the transformation is still underway. From 2003 to 2006, I came to know the area intimately as Ásta Arnardóttir and I offered three- to seven-day hiking tours of this large but little-known region. We guided about a thousand people around the land that now has vanished beneath the reservoir, Hálslón.  A decade later, I journeyed back. By then, few signs recal led the land that had been. Valleys submerged under thick glacial sludge and a mammoth reservoir. The delicate, convoluted landscape, gone. I had arrived in a vast industrial zone. I walked, strode, and ran around the reservoir, from its headwaters at the glacial snouts, over the three main dams, and all the way to the fordless torrent along the glacier, on the other side. On my body were video cameras, recording all that came into view.

 
Land undir fót / Covering the distance by Ósk VilhjálmsdóttirFront cover and back cover.

Land undir fót / Covering the distance by Ósk Vilhjálmsdóttir

Front cover and back cover.

Ósk Vilhj. 1.jpg